146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

392. mál
[12:05]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að taka undir með hv. þingmanni varðandi samstarf nefndarinnar; það er mjög ánægjulegt að það hafi endað svona, að náðst hafi þessi góða sátt um þetta. Meiri hlutinn hafði kannski áhyggjur af því að opna of mikið á lántökur í framhaldsskólum og hvar millivegurinn yrði farinn í því. Nú hefur hæstv. menntamálaráðherra boðað að farið verði í heildarskoðun á öllu lagaumhverfi í kringum lánasjóðinn. Því langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hann vilji sjá það inni að farið verði að lána fyrir hefðbundnu framhaldsskólanámi.