146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

útlendingar.

544. mál
[17:55]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Örlítil breytingartillaga var gerð á málinu í meðferð nefndarinnar. Frumvarpið hét frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016, með síðari breytingum (skiptinemar í framhaldsskólum).

Eftir ábendingar þess efnis að örfáir skiptinemar geta einnig verið á grunnskólastigi lagði allsherjar- og menntamálanefnd til þessa breytingartillögu:

„Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016, með síðari breytingum (skiptinemar).“

Þetta er aðeins til að tryggja skýrleika þeirra laga svo að ekki fari á milli mála að skiptinemar á framhalds- og þá grunnskólastigi, háskólastigið er þá undantekningin, geti fengið dvalarleyfi hér.

Ég legg til að málið verði samþykkt með þessari breytingartillögu.