146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

uppbygging að Hrauni í Öxnadal.

193. mál
[18:58]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Við Píratar vorum ekki með á meirihlutaálitinu en viljum lýsa almennt ánægju með framkvæmdina sem slíka. Ástæðan fyrir því að við vorum ekki með er að okkur hefði fundist kjörið að vera með þetta í breiðari uppbyggingu á minja- og menningarstefnu. Hér og þar sjá minjastofnarnir um uppbyggingu minjasafna og því um líkt í nágrenni sínu. Þótt gott sé að koma með tillögu inn á Alþingi og drífa fram svona ágætisverkefni væri vænlegra að vinna slíkt í gegnum stærri stefnumörkun. En það er kannski bara smámunasemi í okkur. En annars bara: Vel gert. Takk fyrir.