146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[21:20]
Horfa

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er brýnast að horfa til framtíðar og huga að því hvar áhættan er. Við þurfum að sjálfsögðu að læra af fortíðinni. Það sem við höfum lært af fortíðinni er að hér eru miklar gengissveiflur og þess vegna eru þessi lán mjög áhættusöm. Hv. þingmaður svaraði í engu þegar ég spurði hana að því hvort eitthvað sé verið að koma til móts við þessa óvörðu einstaklinga. Það er miður. Við verðum að skilja það mjög gaumgæfilega, áður en við samþykkjum lög af þessu tagi, í hverju áhættan felst og hvers vegna við séum ekki tilbúin til að nota aukin þjóðhagsvarúðartæki til að verja heimilin í landinu.

Ég spyr aftur: Er hún ósammála því að þetta sé áhættusamt fyrir óvarin heimili? Ég vil fá svar.