146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[21:21]
Horfa

Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil leggja áherslu á það í máli mínu hér, eins og ég hef nefnt áður, að mér finnst ekki gríðarlega mikill munur á verðtryggðum lánum versus gengistryggðum lánum hvað þetta varðar. Allt byggist á því að hér sé stöðugleiki. Það er mitt svar. Ég hef engin önnur svör við því. Heimilin eru ekki neitt betur varin gagnvart verðtryggðum lánum í dag versus mögulega þeim lánum sem er verið að samþykkja hér.