146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.

272. mál
[23:03]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Í dag gerir sá aðili sem vinnur þang, þ.e. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum, samninga við þá landeigendur um það sem hann nýtir í þangslátt og fellur innan netalaga. Þá þurfa að liggja fyrir samningar við þá landeigendur. Í þessu máli á það að vera með sama hætti áfram. Um það sem tilheyrir landeigendum samkvæmt netalögum þarf viðkomandi aðili sem fær nýtingarleyfi að gera samninga.

Og bara til að árétta það þá stendur í bráðabirgðaákvæði:

„Úthluti ráðherra leyfum til nýtingar sjávargróðurs í Breiðafirði áður en rannsóknar- og vöktunaráætlun liggur fyrir og tillögur um sjálfbæra nýtingu hafa verið samþykktar skal það aðeins gert til fimm ára í senn og að viðhöfðum ýtrustu varúðarsjónarmiðum.“

Ég tel þetta vera það svar sem ég get gefið þér. (JÞÓ: En prósentu sem …?) Ég hef ekki það hlutfall tiltækt til að geta svarað því, hv. þingmaður.