146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[23:45]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Nichole Leigh Mosty) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spyr stórra spurninga. Þetta hefur verið svolítið snúið varðandi Staðlaráð en ég tel að í dag, eftir mikla málamiðlun milli ráðuneytis og okkar í velferðarnefnd, þýði ósk okkar um að samið skuli um þetta og að það verði aðgengilegt að þetta muni tryggja að við höfum aðgang og það verði virt, eins og við lögðum fram í nefndaráliti okkar, að það verði endurskoðað hvað varðar uppfæringu á staðli. Ég ætla að leggja traust mitt á velferðarráðuneytið, að vegna vilja til þess að þetta frumvarp hafi einhver áhrif á jöfnun launa verði samið um þetta og gert aðgengilegt fyrir fyrirtæki að vinna eftir þessu.