146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[23:48]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Nichole Leigh Mosty) (Bf) (andsvar):

Í nefndaráliti okkar vísum við til jafnréttisbaráttu. Okkur er augljóst að t.d. innan sumra fyrirtækja vinna konur lágt launuð störf og karlar betur launuð störf. En þessi tæki segja að konur og kallar sem vinna í þessari stétt eða starfa samkvæmt sömu starfslýsingunni skuli hafa jöfn laun. Við vitum að það bjargar ekki alltaf öllu en þetta eru fyrstu skrefin.

Ég ætla að leggja þetta til hliðar og deila með þér reynslu sem tollstjórinn deildi með okkur, Íslandsbanka og Orkuveitunni. Þau ræddu við okkur um mjög jákvæða upplifun um það sem gerðist, alla þá vinnu sem fór í að skoða og flokka störf. Það sást munur sem menn gerðu ekki ráð fyrir. Það breytti vinnuandrúmsloftinu, þrýsti á menn að spyrja sig hvað væri að gerast og hvernig mætti takast á við það. Við segjum með þessu frumvarpi að ég og þú, hv. þm. Björn Leví, störfum á Alþingi og við erum með jöfn laun, óháð kyni. Svona gera fyrirtæki. En þegar fyrirtækið sér að kannski er hv. þm. Björn Leví Gunnarsson með hærri laun en hv. þm. Nichole Leigh Mosty — af hverju er það? Hvað getum við gert til að laga það? Við bindum væntingar við þetta frumvarp. Við tökum fyrsta skrefið sem er einfaldlega að skoða hvað er að gerast og þá þorum við að taka næsta skref og laga hlutina.