146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[23:52]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Nichole Leigh Mosty) (Bf) (andsvar):

Ég verð að vera alveg hreinskilin. Ég skildi ekki alveg spurninguna. Það hafði ekkert með íslensku að gera. (Gripið fram í.) Ég held að við þurfum að taka þetta samtal frammi á gangi vegna þess að ég náði ekki alveg hvert hv. þingmaður var að fara. Hv. þingmaður hefði kannski átt að fá 30 sekúndur í viðbót til að koma með þann punkt. En samkvæmt þeim reynslusögum sem við fengum var það þannig að þegar þessar tölur röðuðust upp var ekki eins erfitt að finna þennan mun og var. Og rætt var við okkur um að Orkuveitan og Íslandsbanki væru aðallega að vinna með kerfi sem var búið til fyrir þau til að halda reglulega utan um það svo það kæmi ekki aftur upp, eitthvert framhald. Við reynum ekkert að bakka í þessu. Ég veit ekki hvort það svarar spurningu sem ég skildi ekki en ég reyndi.