146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

sala á Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

[11:06]
Horfa

Óli Halldórsson (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra fyrir svarið. Það liggur fyrir að ríkið hefur undanfarið hagnast töluvert á flugstöðinni í Keflavík, ekki með óáþekkum hætti og Landsvirkjun eða öðrum ríkiseignum. Afgerandi meiri hluti þeirra sem koma til landsins fara um Keflavík. Við erum eyja og erum að mörgu leyti ekki sambærileg öðrum löndum þar sem fólk flæðir yfir landamæri með öðrum hætti. Eins og staðan er núna er þetta nálægt því að vera fullkomin einokunarstaða. Þá spyr ég: Telur hæstv. ráðherra slíkar einokunaraðstæður henta vel til einkarekstrar? Enn fremur: Er ágreiningur um málið eða er samstaða í ríkisstjórn?