146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

sala á Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

[11:07]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina og best ég svari fyrst því sem hann spurði um síðast. Þetta mál hefur bara ekki verið rætt í ríkisstjórn. Í fyrsta sinn sem ég heyrði af þessum hugmyndum var í viðtali við hæstv. samgönguráðherra þegar við vorum báðir í afmæli í Leifsstöð, þá nefndi hann að honum hugnaðist þessar hugmyndir vel, svo kom álit meiri hluta fjárlaganefndar.

Ég held að það sé ágætt að þingheimur og allir Íslendingar viti hver verðmætin eru í þessu, velti fyrir sér m.a. þeim sjónarmiðum sem hv. þingmaður setur fram um að þetta er í raun meginalþjóðlegi flugvöllurinn okkar, skulum við segja, og hinir eru mjög litlir. Auðvitað þarf að meta það þegar menn huga að sölu. Ég hef hins vegar tamið mér það að útiloka (Forseti hringir.) ekki neitt, en þetta er ekki á minni dagskrá núna.