146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

málefni fylgdarlausra barna.

[11:35]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S):

Virðulegur forseti. Ég árétta það sem ég hef sagt að verið er að vinna að reglugerðinni, en ég vil líka árétta það að þótt reglugerðin hafi ekki verið sett fer með fylgdarlaus börn eins og aðra viðkvæma hópa sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd og jafnvel þótt ekki sé um það að ræða.

Hvort börn hafi verið send hingað samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni þá ber væntanlega að hafa þau sjónarmið í huga þá skyldu sem ég hef nefnt hér áður að leita eftir fjölskyldusameiningu og tryggja að barnið geti sameinast fjölskyldu sinni aftur. Börn eru ekki send héðan frá landi nema þeim sé tryggð nægileg vernd í því landi sem þau verða send til, (Gripið fram í.) sú vernd sem þau njóta hér.

Þannig að það liggur alveg fyrir að fylgdarlaus börn eins og önnur börn eru skilgreind, bæði samkvæmt lögum, reglum (Forseti hringir.) og í verklagi, sem viðkvæmur hópur. (Gripið fram í: Af hverju eru þau þá send úr landi?)