146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

stjórn fiskveiða.

612. mál
[13:47]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil stinga því að formanni atvinnuveganefndar að þegar nefndin fer að vinna með málið noti hún ferðina til að laga þetta atriði og setji inn kvaðir eða skilyrði fyrir þá sem fá úthlutað þessum gæðum. Því að núna er engu líkara en að ef ráðherra úthlutaði verktakafyrirtæki verðmætum lóðum án allra kvaða og skilyrða gæti verktakinn síðan selt þær og stungið arðinum í vasann. Við myndum ekki samþykkja það. Þetta er alveg nákvæmlega sami gjörningurinn. Það er hægt að nota ferðina og setja inn einhverjar kvaðir og skilyrði. Ég vil beina því aftur til hv. formanns atvinnuveganefndar að taka það til skoðunar. Þetta er lítið atriði. Það fjallar ekkert um útboðsleiðina þótt ég myndi vilja fara þá leið, en það er alla vega hægt að setja einhver skilyrði og einhverjar kvaðir á þau útgerðarfyrirtæki sem fá þessum gæðum úthlutað frá okkur, fólkinu í landinu.