146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

umferðarlög.

307. mál
[14:03]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og hv. þm. Einar Brynjólfsson nefndi við 2. umr. þá er vinkill okkar Pírata sá að valdefla sveitarstjórnir. Við erum valddreifingarflokkur og því teljum við að það sé gott mál að sveitarstjórnir hafi sjálfar um það að segja hvort og hvar bílastæðagjöld séu tekin og styðjum við því málið.