146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.

378. mál
[14:08]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég kem hingað upp til að þakka hv. velferðarnefnd fyrir góða samvinnu og lausnamiðaða vinnu varðandi breytingartillögur við þessa áætlun. Ég legg einnig mikla áherslu á að hv. velferðarnefnd hittist núna þrátt fyrir að þingi sé að ljúka og ræði þá stöðu sem uppi er um meðferðarheimili fyrir börn og unglinga og hver staðan sé ef meðferðarheimilum verði lokað, því að við höfum fengið upplýsingar um að mikið álag sé á þeim úrræðum sem nú þegar eru í boði. Það er mikilvægt að hv. þingmenn í velferðarnefnd ræði það og finni niðurstöðu sem verði til bóta fyrir börn og ungmenni sem þurfa á þeirri þjónustu að halda sem veitt er í dag.