146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

lyfjastefna til ársins 2022.

372. mál
[14:14]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Eins og ég hef áður nefnt hér í pontu kemur fram í skýrslu OECD að hlutfall ríkisins í lyfjakostnaði er með því lægsta sem gerist í aðildarríkjum OECD. Ég fagna því sérstaklega þeirri niðurstöðu nefndarinnar að mikilvægt hafi verið að bæta inn í þessa stefnu að tryggja að Sjúkratryggingar Íslands taki virkan þátt í lyfjakostnaði notenda og unnið sé að því að koma í veg fyrir að einhverjir þurfi að neita sér um nauðsynleg lyf af fjárhagsástæðum.