146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

lyfjastefna til ársins 2022.

372. mál
[14:14]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vil þakka velferðarnefnd fyrir góða vinnu við lyfjastefnu. Málið hefur tekið framförum í samvinnu nefndarinnar og ráðuneytisins. Það er vel. Það er mikilvægt að við höfum góða og styrka lyfjastefnu. Þetta er einn mikilvægasti málaflokkurinn í heilbrigðiskerfinu og sá málaflokkur sem vex hvað hraðast í útgjöldum og er í hvað hraðastri þróun. Þannig að ég fagna þessari lyfjastefnu, þakka þinginu kærlega fyrir góða samvinnu og tel að þessi lyfjastefna verði góður grunnur að heildarendurskoðun á lyfjalögum sem ég reikna með að geta lagt fram strax í haust.