146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

orkuskipti.

146. mál
[14:18]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna, líkt og aðrir þingmenn, þessari þingsályktunartillögu, niðurstöðu hennar og þeirri samstöðu sem um hana er í þinginu. Ég minni á að til að hún verði að veruleika þurfum við að efla flutningskerfi Landsnets um landið til að flytja raforkuna. Við viljum rafvæða hafnirnar, rafvæða fiskimjölsverksmiðjurnar og auka öryggi í rafmagnsflutningum um allt land. Það fylgir líka með í pakkanum þegar við samþykkjum þessa góðu áætlun.