146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

uppbygging að Hrauni í Öxnadal.

193. mál
[14:33]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta er krúttlegt en mikilvægt mál. Hér erum við með eina málið sem tengist listum sem við afgreiðum í dag. Það er mikilvægt að hugsa um menninguna og mikilvægt að minnast genginna listamanna. Þetta á að verða okkur áminning um að við þurfum líka að huga að samtímamenningu okkar og samtíðarlistamönnum og við þurfum að gera miklu betur þar, auka þar fjárstuðning. Og þegar það verður komið á dagskrá mun ég fagna jafn innilega og hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason gerði við tíundu atkvæðagreiðsluna.