146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[14:41]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Minn góði vinur hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason getur komið hér upp með reikniformúlur og veifað þeim úr pontu, en það liggur fyrir eftir umfjöllun nefndarinnar að ekki var hlustað á sjónarmið minni hlutans, sem eru málefnaleg og full rök standa til. Þau snúast um að ekki muni allir eiga aðgang að þessari fjármögnun. Því getur hv. þingmaður ekki mælt á móti. Það dugir ekki fyrir hann að koma hér upp og tala um rangfærslur í sínu máli án þess að færa fyrir því nein málefnaleg rök. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)