146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.

411. mál
[20:01]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðuleg forseti. Þetta mál er í heild sinni frekar jákvætt, lagfæring á því fyrirkomulagi sem við þekkjum í dag. Þau sjónarmið sem hv. þingmaður lýsti hér á undan eru ágæt. Við fengum engu að síður þær skýringar fyrir nefndinni að það væri líka möguleiki að sækja í þann sjóð sem er hjá umhverfisráðuneytinu. Það er verið að skipta þessu upp. Það var talið skynsamlegt að vera ekki að rugla meira í málinu í augnablikinu, hugsanlega væri hægt að koma til móts við þetta. En það er augljóst vandamál að hjálpa þarf þeim aðilum sem eru ekki í ferðaþjónustu en búa á stað þar sem ferðamenn vilja stoppa til þess að vernda náttúruna, hugsanlega búa til aðstöðu til þess að menn geti stoppað án þess að skemma allt sem í kringum er. Þannig að við Framsóknarmenn munum ekki styðja tillögu hv. þm. Gunnars Ingibergs Guðmundssonar en höfum skilning á sjónarmiði hans.