146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

umgengni um nytjastofna sjávar og Fiskistofa.

412. mál
[20:06]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér háttar svo til að Píratar hafa skoðanir. Þessi breytingartillaga snýst í rauninni um að efla það eftirlit sem hv. ráðherra boðar. Hún snýst um að veita hagsmunasamtökum sjómanna aðgengi að upplýsingum frá öllum vigtunarleyfishöfum, þ.e. þeim sem vigta fiskinn hjá sjálfum sér og gefa skýrslu, þannig að það eykur í rauninni eftirlitshlutverk verkalýðsfélaga sjómanna og þess háttar. Það er ekki þannig í dag að allir hafi aðgengi að þessum upplýsingum vegna þess að þeir sem eru utan Sjómannafélags Íslands fá þær ekki. Þetta mun auðvelda eftirlit Fiskistofu vegna þess að menn fá aðstoð frá hagsmunasamtökum sjómanna við að hafa virkt eftirlit. Ég mælist því til þess eins og ég gerði hér áðan, að þetta verði alla vega litríkt.