146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.

272. mál
[20:08]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér greiðum við atkvæði um frumvarp um ný lög um nýtingu sjávargróðurs í kringum landið. Þetta mál hefur valdið þó nokkru uppnámi hér innan þings og utan og liggur við milliríkjadeilum út af því, en mér sýnist það komið í höfn. Ég held að það sé gott að mörg ólík sjónarmið komi fram í þessu máli í lokin. Þarna er verið að tengja saman fleiri rannsóknaraðila en Hafrannsóknastofnun, bæði Náttúrufræðistofnun og fleiri aðila, Breiðafjarðarnefndin, um lög um vernd Breiðafjarðar. Lagt er til að vakta bæði sjávargróður og vistgerðir og gera rannsóknir á vöktunaráætlun fyrir lífríki Breiðafjarðar. Ég tel að það hafi tekist ágætlega og þverpólitískt að gera málið miklu betra. Það er búið að vera í vinnslu þó nokkuð lengi í sjávarútvegsráðuneytinu. Ég legg til að það verði samþykkt.