146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:02]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þegar ráðherra ákveður að taka víkingaklappið úti í New York án þess að vera búinn að bera málið undir þingið, eða að það hafi komið hingað til umfjöllunar, er ósköp eðlilegt að það mikla klapp verði að ákaflega litlu músartísti. Þetta frumvarp er vanbúið, það er ekki tilbúið. Það vantar kostnaðarmat, það vantar gagnsæi um staðlana sem á að byggja á. Hér erum við að gera, eins og hefur komið fram, ríkinu að greiða eitthvað sem ekki er fyrirséð hvað er. Mér finnst það mjög vond lagasetning, virkilega vond. Ég hefði kosið að þetta mál, eins og nokkur önnur sem hér verða á dagskrá, hefði fengið ítarlegri vinnu. Því miður er það svo að stundum er það egó ráðherranna sem virðist skipta meira máli en vönduð lagasetning.