146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:16]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ráðherra segir að þetta mál snúist ekki um hans egó. Það er í rauninni tíminn sem mun leiða það í ljós af því að það er alveg ljóst að málið kom seint til þingsins, ráðherra var búinn að útvarpa því til alls heimsins að þetta væri að gerast á Íslandi. Það kemur samt seint inn til þingsins og þingið þarf rosalega mikið að vinna málið þannig að það verði betra. Samt er verið að klára það þó að það sé rosalega mikið enn þá af vanköntum á því. Það á að klára það. Það bendir allt að sjálfsögðu til þess að það er egó ráðherrans sem skiptir máli þar. En ókei, hann segir að egóið eigi ekki að skipta máli í þessu máli.

Sjáum hvað gerist þegar fólk fer að reka sig á þessa vankanta, launafólk fer að reka sig á þá, hvort ráðherra sé þá ekki tilbúinn að grípa strax inn í og sníða þessa vankanta af. Ef ekki þá er alveg ljóst að frá upphafi til enda snýst þetta um egó ráðherra.