146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:25]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Nú eru þingmenn Viðreisnar búnir að koma upp í pontu og lofsyngja þetta frumvarp. En hvergi er talað um gagnrýni okkar sem snýst um ógagnsæið út af þessum staðli og ekki er búið að greina eða áætla neitt fjármagn í þetta verkefni. Það er því bara verið að skapa vandamál inn í framtíðina sem við vitum ekkert hvert verður. Mér þætti vænt um að í staðinn fyrir að koma og tala um hvað þetta sé allt dásamlegt að hv. stjórnarþingmenn komi hér upp og útskýri fyrir okkur sjónarhorn sitt hvað varðar þessa gagnrýni. Þetta frumvarp er hvítþvottur. Þetta er bara Viðreisn er að reyna að eigna sér jafnréttisbaráttuna. Mér finnst það frekar asnalegt. Ég vona að sjái allir í gegnum það. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)