146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:27]
Horfa

Jóna Sólveig Elínardóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég segi bara að lengi getur gott batnað og það á við um stöðu jafnréttismála hér á landi sem og víða annars staðar í heiminum. Öll skref í rétta átt eru skref í rétta átt og þeim ber að fagna. Ég sé ekki ástæðu til þess að við, sem ég held að séum flestöll jafnréttissinnar og metnaðarfull fyrir því að við Íslendingar séum brautryðjendur á þessu sviði og höldum því áfram, gerum lítið úr því sem verið er að reyna að gera sem er jákvætt. Eins og ég segi, öll skref í rétta átt eru skref í rétta átt. Lengi getur gott batnað.