146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

fyrirtækjaskrá.

116. mál
[21:52]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta er afar gott mál sem eykur til muna gagnsæi í skráningu fyrirtækja. Mjög góð sátt var um málið í nefndinni og ég þakka fyrir þá samstöðu. Nefndin tók þá ákvörðun að leggja fram breytingartillögu þess efnis að þetta tæki gildi um næstu áramót. Það er til þess að ráðrúm gefist til að fjármagna starfsemi ríkisskattstjóra á móti fyrir þær 20 millj. kr. sem eru vegna þessa. Þetta er, held ég, eitthvað sem við verðum að leysa í fjárlögum í haust, en ég þakka kærlega fyrir góða vinnu í þessu máli.

(Forseti (UBK): Forseti vill benda fólki á að það er hættulegt að halla sér yfir atkvæðagreiðsluborðið hjá nágrönnum sínum [Skellihlátur í þingsal.] og breyta þar með atkvæðum þeirra í rautt.)