146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[00:42]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Frú forseti. Ég vil bara án þess að lengja þennan þingfund óhóflega mikið árétta að með því að samþykkja þetta frumvarp erum við að rétta Staðlaráði og velferðarráðuneytinu óútfylltan tékka um hvernig skuli staðið að því að birta lög sem alla jafna, samkvæmt stjórnarskrá, skulu vera birt. Mér þykir þetta ekki vera Alþingi til sóma. Ég hugsa að þetta verði afskaplega vandræðalegt fyrir suma hérna þegar á líður og í ljós kemur að það er kannski ekkert allt of auðvelt að ná lendingu þegar maður er búinn að festa það í lög að maður verði að ná henni í samningaviðræðum.