146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

306. mál
[00:47]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan. Ég held að öllum hafi verið ljóst hver tilgangurinn var þegar ákveðið var að bæta sveitarfélögum tap sem þau urðu fyrir vegna laga um séreignarsparnað. Mér finnst þetta frumvarp og þessi breyting ekki gera það á sanngjarnan hátt. Ég mun sitja hjá.