146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[00:54]
Horfa

Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar til að hnykkja á því að meiri hluti fjárlaganefndar kom fram með nokkra punkta í nefndaráliti sínu; annars vegar ábendingar um uppbyggingu og framsetningu áætlunarinnar og hins vegar punkta sem við vekjum sérstaka athygli á. Margir þessara punkta komu fram hjá umsagnaraðilum og eiga við um einstök málefnasvið. Mér finnst mikilvægt að leggja áherslu á að meiri hlutinn samþykkir hér ramma um upphæðir tekna og gjalda. Hins vegar leggjum við fram og tökum undir umsagnir, ábendingar til úrbóta og ábendingar til umræðu. Við samþykkjum hana og stígum varlega til jarðar, vinnum gegn þenslu og um leið staðfestum við útgjaldaaukningu til mikilvægra málaflokka, eins og heilbrigðis- og velferðarmála.