146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[00:55]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta er tímamótaplagg, ekki vegna þess hversu frábært það er heldur vegna þess að það stenst engar væntingar. Það stenst ekki þær væntingar sem hér voru gefnar fyrir kosningar. Við höfum krefjandi verkefni að vinna við að viðhalda velferðarkerfi, skólakerfi, menntakerfi, innviðum okkar í samgöngum, sjá til þess að löggæslan sé mönnuð, að sýslumenn geti starfað svo sómi sé að o.s.frv. Þessi ríkisfjármálaáætlun endurspeglar því miður það sem við höfum haft miklar áhyggjur af, að bilið á milli ríkra og fátækra er að verða enn stærra. Það lagast ekki með þessari áætlun vegna þess að hún gerir í raun í því að auka það bil. Hún kemur ekki til móts við barnafjölskyldur sem skyldi, heldur dregur úr stuðningi. Hún kemur ekki til móts við ungt fólk vegna þess að hætta á húsnæðisstuðningi. Þetta er allt á sömu bókina lært, því miður.