146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[00:58]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér erum við að fara að greiða atkvæði um mikilvægt plagg. Öguð fjármál. Við samþykkjum tekju- og gjaldarammana. Við unnum mikla vinnu og erum að læra mikið af þessu ferli um fjárfestingarstigið, samvinnu ríkis og sveitarfélaga og slíkra þætti. Þetta er mikið mótunarplagg. Meiri hluti fjárlaganefndar kom með ábendingar um hvað við vildum sjá að unnið yrði í framhaldinu. Ég vil síðan rétt í lokin þakka fjárlaganefnd fyrir góða samvinnu. Þetta er búið að vera áhugavert í vetur og við erum að móta hér nýtt verklag. Ég vona að það mótist hratt og vel hjá okkur á næstu árum þjóðinni til hagsældar.