146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:10]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þessi fjármálaáætlun endurspeglar hægri stefnu sem hér ríkir. Verið er að draga úr samneyslunni og auka misskiptinguna í landinu. Þessi fjármálaáætlun ber ekki í sér neinn metnað eða framtíðarsýn fyrir fólkið í landinu. Hún lokar okkur inni, læsir samfélagið í mikilli kyrrstöðu þegar við ættum einmitt að spýta í lófana og byggja upp innviði, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, og hafa einhvern metnað í að auka rannsóknir og nýsköpun og fara í orkuskipti. Allt þetta er í uppnámi vegna þess að gefin eru ýmis fögur fyrirheit sem ekki eru fjármögnuð. Hvernig í ósköpunum er hægt að gera annað en að henda þessari fjármálaáætlun aftur heim í föðurhúsin og láta menn vinna hana betur? Það er bara ekki boðlegt að sitja uppi með fjármálaáætlun (Forseti hringir.) sem lýsir svo litlum metnaði og eingöngu er talað um kyrrstöðu til næstu fimm ára, eða verra en það.