146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:12]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég tek upp þráðinn þar sem frá var horfið af hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og vil jafnframt benda á, sem hefur komið fram og er mjög ánægjulegt og ég vil þakka fyrir, þá yfirlýsingu sem kom frá hæstv. fjármálaráðherra um að tryggt verði að lögum um opinber fjármál í tengslum við gerð fjármálaáætlunar verði framfylgt næst. Ég vona að við fáum ekki annað rennsli eins og rætt var um í tengslum við þessa fjármálaáætlun frá formanni fjárlaganefndar heldur alvörufjármálaáætlun sem ber að fylgja.

Ég lít svo á að þetta rennsli sé þannig að þegar við förum yfir fjárlög verði þessari fjármálaáætlun að sjálfsögðu ekki fylgt af því að hún er bara æfing.