146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:15]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Fjármálaáætlun 2018–2022 er vitnisburður og staðfesting um mjög yfirgripsmikil kosningasvik. Þetta er pappír sem endurspeglar þá niðurstöðu ríkisstjórnarflokkanna þriggja að ekki stendur til að byggja upp í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu eða í innviðum. Það sem við sjáum hér er mjög hörð hægri stefna Sjálfstæðisflokksins í boði fyrrum flokksfélaga í Viðreisn, sem eru þar tímabundið en væntanlega á leið inn í Sjálfstæðisflokkinn, því að þar eiga þau sannarlega heima, og í boði Bjartrar framtíðar sem þóttist boðberi nýrra stjórnmála. Þeirra sé skömmin.