146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:22]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það mætti halda að sá sem skrifaði: Stríð er friður, ánauð er máttur og fáfræði er styrkur hafi farið höndum um þessi drög að ríkisfjármálaáætlun af því að í henni er það kallað að efla löggæslu um land allt þegar allar umsagnir lögreglunnar um land allt segja að það muni draga úr löggæslu um allt land.

Landspítalinn reiknar það út að á sama tíma og reist verður framtíðarhúsnæði yfir spítalann skorti 5 milljarða til að halda rekstrinum í horfinu og loksins á að kaupa þrjár nýjar þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna en það á ekki að tryggja mannskap til að þær geti sinnt hlutverki sínu.

Stríð er friður, Ánauð er máttur og þessi ríkisfjármálaáætlun dugar eiginlega best (Forseti hringir.) sundurtætt sem molta því að ekki er hægt að byggja neitt annað á henni.