146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:23]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þessi áætlun er í ruslflokki. Eins og með svo mörg mál sem koma frá þessari ríkisstjórn, sem lofaði auknu samráði og bættum vinnubrögðum, er hún hér að troða ofan í kokið á hv. þingmönnum þessu vanbúna og jafnvel ólöglega máli, einfaldlega til þess að það komi ekkert allt of illa út fyrir hana.

Þetta er ekki eina málið sem er vanbúið, þetta er ekki eina málið sem brýtur á öðrum lögum. Það er skömm að þessu, frú forseti, það verður að fella þessa fjármálaáætlun, kannski bara til að hæstv. ríkisstjórn læri að vinna aðeins betur næst og sýni löggjafarsamkomu Íslendinga aðeins meiri virðingu.