146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:28]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég á erfitt með að lýsa því í kurteislegu máli hversu mikil sturlun þessi fjármálaáætlun er og sú hugmyndafræði sem liggur að baki henni, hugmyndafræði sem á ekkert erindi í framtíðina. Ég mun að sjálfsögðu greiða atkvæði gegn henni og vona bara að einhver stjórnarliði í húsinu sé sofnaður þannig að við getum fellt þetta.