146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:37]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Píratar telja þessar breytingartillögur alveg ágætar upp að vissu marki en þær eru byggðar á sandi. Af því að samhengið sem fjármálaáætlunin er vantar er erfitt að skilja hvaða áhrif þær hafa á heildarpakkann. Þó að breytingartillögurnar séu góðar, af því að fjármálaáætlunin sjálf er svo götótt og við teljum að vísa verði fjármálaáætluninni frá, er erfitt að útskýra hvernig breytingartillögurnar ættu að passa inn í þann pakka.

Við sitjum hjá þó að breytingartillögurnar séu að vissu leyti mjög góðar í sjálfu sér.