146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:41]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Margir töluðu um að orðið „innviðir“ hafi verið orð síðustu kosningabaráttu. Hér er ekki um neitt annað að ræða en að verið er að leggja til að staðið verði við samgönguáætlun sem margir þingmenn hér inni samþykktu síðasta haust. Ég var í kosningabaráttu með töluvert mörgu af þessu fólki á ferð um Norðausturland þar sem lofaði var öllu fögru. Ég trúi því ekki að þetta fólk ætli svo að svíkja það núna. Í þessari samgönguáætlun felst nefnilega ef til vill mikilvægasti og öflugasti byggðastuðningur sem hægt er að fara í. Ég bíð og sé hvernig — eða ég sé það.