146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:56]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Stjórnarliðar voru svo ógæfusamir að samþykkja ekki tillögur Samfylkingarinnar og eiga þannig möguleika á að efna sín loforð frá því síðasta haust. Þar sem þær voru felldar styðjum við í Samfylkingunni tillögur Vinstri grænna vegna þess að við teljum að það sé nauðsynlegt ef byggja á hér upp framtíð sem er búandi í.