146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[02:05]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér var frávísunarkröfu hafnað áðan af stjórnmálaflokkum sem hafa minni hluta atkvæða kjósenda á bak við sig. Minni hlutinn ræður. Hér er verið að samþykkja fjármálaáætlun af stjórnmálaflokkum með minni hluta atkvæða kjósenda á bak við sig. Minni hlutinn ræður. Hvað segir hæstv. forsætisráðherra um það? Minni hlutinn ræður.