146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[02:06]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Í þeirri stöðu sem við erum í í dag, þar sem er mikil uppsöfnuð þörf til uppbyggingar í velferðarkerfinu og í samgöngum, eigum við að afla tekna til að fara í þau verkefni og halda þannig jafnvæginu í kerfinu okkar. Ríkisstjórnin sýnir metnaðarleysi og skammsýni með þessari fjármálaáætlun, með fjármálaáætlun sem hefur fengið falleinkunn hjá fjármálaráði og mun líka fá falleinkunn hjá þjóðinni þegar fjárlagafrumvarpið birtist í haust og byggir á þessari áætlun.

Frú forseti. Það eru mikil vonbrigði að þessi nýja ríkisstjórn skuli setja fram svo metnaðarlausa og skammsýna áætlun til næstu fimm ára, sem gerir líka ráð fyrir skattalækkunum í þenslunni. Það er forgangsröðunin.