146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

um fundarstjórn.

[02:09]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vek athygli á því að af dagskrá þessa fundar var tekið mál dómsmálaráðherra um skipun dómara í Landsrétt enda náði þingheimur samkomulagi um að þingmenn fengju tækifæri til að ræða þessa mikilvægu breytingu á réttarfari landsins að degi til undir eðlilegum kringumstæðum. Umræður um málið munu hefjast kl. 11 í fyrramálið og án efa vera upplýsandi um ferlið og vonandi gagnlegar fyrir þingmenn sem og aðra borgara sem láta sig réttarríkið varða.

Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir að við gátum í það minnsta náð samstöðu um þetta þó að ekki hafi náðst sátt um frestun til að fara ítarlegar yfir málið í viðeigandi nefnd. Ég þakka forseta.