146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[12:41]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér þykir orðið nokkuð ljóst að minni hlutinn í þessu máli getur ekki útskýrt, getur ekki rökstutt, hvernig hann heldur því fram að ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni. Það er alveg tært að mínu mati. Það hefur komið fram hvernig hæstv. ráðherra hefur farið yfir gögn málsins, hvernig hún hefur rannsakað það, hvernig hún hefur óskað eftir vinnugögnum nefndarinnar. Það liggur allt saman fyrir. (Gripið fram í.) Hér er ekki verið að rengja það. Ekki var hv. þm. Katrín Jakobsdóttir að rengja það. Þetta liggur allt fyrir. Að hvaða leyti er ekki sýnt að ráðherra hafi uppfyllt rannsóknarskyldu sína? Minni hlutinn getur ekki staðið við þessar fullyrðingar sínar, frú forseti.