146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[12:47]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er mjög góður punktur. Það sem hv. þm. Pawel Bartoszek er að nefna er freistnivandi þingmanna, að það sé þrýst á þá að kjósa frekar þennan eða hinn. Það er þessi freistnivandi sem ég er að tala um sem dómsmálaráðherra stendur að sjálfsögðu frammi fyrir. Allir sem skipa í slíkar valdastöður búa við freistnivanda. Það er alveg rétt hjá þingmanninum, það er freistnivandi. Núna er það þannig að mögulega hefur ráðherra látið undan þessum freistnivanda sínum og skipað gerræðislega fjóra sjálfur út frá freistnivanda. Það held ég að sé langversta staðan og miklu verri en það að við förum yfir rökstuðning ráðherra fyllilega. Höfum þetta gagnsætt ferli, opið ferli þannig að það sé faglegt hvernig þetta er gert og ef þingmenn láta undan freistnivanda sínum og láti þrýsta sér út í að skipa einhverja aðra o.s.frv. og segja nei við hinu og þessu þá er það ekki gott en það er betra en að einn aðili hafi þetta vald og standi frammi fyrir þessum freistnivanda.