146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[12:53]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég man hvað ég ætlaði að segja. Ábyrgð ráðherra sem er svo mikið talað um; það kom einmitt fram líka hjá sérfræðingum sem komu fyrir nefndina að ábyrgð ráðherra verður aldrei virk. Ábyrgð ráðherra verður ekkert virk. Hvernig er ábyrgð ráðherra? Að einhverju leyti smá pólitísk, hún getur verið pólitísk líka að einhverju leyti, en þetta kom fram, að ábyrgð ráðherra verður aldrei virk. (Gripið fram í.) Og ákvörðun ráðherra er óafturkræf. Það er einmitt þess vegna sem þarf að taka tíma í að vinna þetta mál. Því um leið og ráðherra er búinn að skipa dómara þá eru þeir skipaðir ævilangt. Það er ekkert hægt að vísa þeim frá. Að sjálfsögðu ekki út af því að þannig viljum við hafa dómsvaldið. Ákvörðun ráðherra er óafturkræf. Þeir aðilar sem eru ekki skipaðir munu kæra, fá skaðabætur, það eru einhverjir smápeningar fyrir ríkið, en það sem tapast er réttmætt traust á dómstólunum. Ákvörðunin um skipan dómara er óafturkræf. Ábyrgð ráðherra er að einhverju leyti pólitísk, en hún er ekkert svo lagaleg að neinu leyti, nema einhverjir smápeningar.