146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[13:37]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Frú forseti. Ef ég vil vísa málum frá er ég að segja ráðherra að ég sé ekki ánægður með hans tillögu. Hvort sem það eru nöfnin eða eitthvað annað í henni. En þar með er ég óneitanlega að hlutast til um hana. Það er bara svo einfalt. Ég hlutast til um þá ákvörðun sem ráðherra tekur. Og ég vil einfaldlega ekki hafa það vald vegna þess að ég ber ekki ábyrgð á þessari ákvörðun. Það er ráðherra sem ber ábyrgð á ákvörðuninni og það er hans að taka hana.