146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[13:37]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Frábært, hv. þingmaður treystir ráðherra. Hins vegar fengu ekki allir þingmenn hérna inni þessa tvo daga, sem greinilega voru nægilega langur tími fyrir hv. þingmann, til að fullvissa sig um að ráðherra væri ekki í ruglinu. Aðrir hv. þingmenn hafa ekki haft þennan tíma. Af hverjum eigum við endilega að treysta nefndinni eða því sem hún segir um þá fullvissu? Ég var ekki í nefndinni. Ég hef ekki haft þann tíma sem nefndin hefur haft til að rýna öll þau gögn sem þar komu fram. Samt á ég að fara að taka upplýsta afstöðu um þessa skipan. Hv. þingmaður býður hérna upp á tíma til klukkan fimm til að útskýra þá afstöðu. Af hverju eru þau tímatakmörk? Ég skil það ekki. Af hverju til fimm? Heldur þú að það sé í alvörunni nóg?